Hugmyndir um að Perlan hýsi Náttúruminjasafn Íslands, sem lög gera ráð fyrir að rísi, hafa hlotið mikinn byr að undanförnu. Árni Hjartarson, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, segir að samskipti við stjórnarformann OR hafi verið afar jákvæð og að margir hafi tekið undir hugmyndina.
Árni segir að næsta skref væri að gera formlega úttekt á hentugleika hússins til hýsingar á safninu. Ríkið þyrfti að kaupa húsið af Orkuveitu Reykjavíkur en að sögn Árna hefur möguleikinn á makaskiptum á landi eða lóð verið viðraður í því samhengi.