Rannsókn lögreglu höfuðborgarsvæðisins á nauðgunarkærum á hendur Agli Einarssyni er lokið. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfesti þetta við mbl.is. Málið er því að nýju komið ákærusviðs lögreglunnar. Ákærusvið lögreglunnar sendir málið svo áfram til ríkissaksóknara sem tekur endanlega ákvörðun hvort gefa eigi út ákærur á hendur Agli og unnustu hans.
Tvær nauðgunarkærur hafa borist á hendur Agli sem neitar sök, meðal annars í yfirlýsingu.