Segir rangt farið með málsatvik

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ómar Óskarsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, segir að ekki sé rétt farið með málsatvik í Nýju lífi þar sem fjallað er um bréf hans til ungrar systurdóttur eiginkonu hans, þegar því er haldið fram að hann hafi átt samskipti við vændiskonur er hann var í opinberum erindagjörðum í Tallinn.

„Þarna er verið að lýsa atburðum sem áttu sér stað þegar ég var í persónulegum erindagjörðum í Tallinn,“ segir Jón Baldvin. 

„Ég var ekki í opinberum erindum, ég var að flytja þarna ræðu á ráðstefnu. Já, ég var á bar og þar voru vændiskonur. En í bréfinu var ég að lýsa hlutskipti ungra kvenna í Austur-Evrópu á árunum eftir fall Sovétríkjanna. Ég var ekki að kaupa mér vændisþjónustu,“ segir Jón Baldvin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert