Skoði betur kaflann um forsetann

Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Morgunblaðið/Sigurgeir

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að senda stjórnlagaráði, sem kemur saman 8. mars, nokkrar spurningar sem hún vill að ráðið ræði. Ein af þeim er varðandi stöðu forseta Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs við setningu Alþingis. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að eitt af því sé stjórnlagaráð þurfi að skýra betur sé kaflinn um forseta Íslands. Ræða forsetans sé besta dæmið um óskýrleika ákvæðisins.

Nefndin vill að stjórnlagaráð ræði einnig hvort ítarlega útfært kosningakerfi eigi að vera í stjórnarskrá. Þá þurfi að skoða betur þá þröskulda sem eru gagnvart því að hægt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og hvort minni hluti þings geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Meirihluti nefndarinnar vill einnig að stjórnlagaráð velti fyrir sér hvort þingsköp eigi að vera í stjórnarskrá. Ennfremur vill nefndin að tekið verði til umfjöllunar spurninguna um fjölskipað stjórnvald og hvort ráðherrar geta sagt sig frá málum (gr. 87 og gr. 95).

Stjórnlagaráð gerir tillögu um að 2/3 hluta Alþingis þurfi til að breyta stofnun verulega eða leggja hana niður og  5/6 hlutar Alþingis geta samþykkt að stjórnarskrá fari ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta telur meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nauðsynlegt að stjórnlagaráð ræði betur.

Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar spurði Valgerður fulltrúa minnihlutans í nefndinni hvort þeir vildu bæta einhverju við þessar spurningar. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist ekki vilja koma nærri þessu máli. Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist ætla að sjá til hvort hann myndi leggja einhverjar spurningar fyrir ráðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert