Vilja lækka olíugjald

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja í dag fram frum­varp til laga þar sem lagt er til að ol­íu­gjald verði lækkað um­tals­vert.

Seg­ir í frum­varp­inu að á tíma­bil­inu 1. apríl 2012 til 31. des­em­ber 2012 skal fjár­hæð ol­íu­gjalds nema 19,88 kr. í stað 54,88 kr.

Eins leggja þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins til að vöru­gjald verði einnig lækkað: Á tíma­bil­inu 1. apríl 2012 til 31. des­em­ber 2012 skal fjár­hæð vöru­gjalds nema 4 kr. í stað 24,46 kr. og fjár­hæð bens­íngjalds af blý­lausu bens­íni vera 28,51kr. í stað 39,51 kr.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Tryggvi Þór Her­berts­son, en all­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins standa að frum­varp­inu. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er vísað til þess að órói í Miðaust­ur­lönd­um og mikl­ir kuld­ar í Evr­ópu í vet­ur hafi leitt til mik­ill­ar óvissu um þróun eldsneytis­verðs í heim­in­um. Þessi óvissa kem­ur fram í hækk­un olíu­verðs á heims­markaði og þar með inn­flutn­ings­verði hér á landi.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um FÍB í fe­brú­ar 2009 nam eldsneyt­is­reikn­ing­ur heim­il­anna vegna fjöl­skyldu­bíls­ins um 289 þús. kr. Þar af voru skatt­ar 153 þús. kr. Sam­bæri­leg­ir út­reikn­ing­ar fyr­ir fe­brú­ar 2012 eru 494 þús. kr. og þar af eru skatt­ar 239 þús. kr. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur meðal­heim­il­is, og þar með neysla, minnka því um 205 þús. kr. vegna hærra eldsneytis­verðs. Auk þessa hækk­ar vöru­verð vegna auk­ins flutn­ings­kostnaðar. Það er því brýnt að bregðast með ein­hverju móti við þess­ari þróun, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

Hér er hægt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um eldsneytis­verð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka