Virðingarleysi við vinnu allra

Frá fyrsta fundi landsdóms.
Frá fyrsta fundi landsdóms. mbl.is/Kristinn

„Lögum samkvæmt getur ákærandi afturkallað ákæru allt þar til dómur fellur. Það er dálítið sérkennileg staða og talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef það yrði gert alveg á hinsta degi. Ég vona að það fari að komast botn í þetta, að minnsta kosti áður en aðalmeðferðin hefst.“

Þetta segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í Morgunblaðinu í dag um þingsályktunartillögu um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde sem er nú til afgreiðslu í þingnefnd.

Aðalmeðferð í landsdómsmálinu á að hefjast í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 5. mars nk. Sigríður segir þá dagsetningu standa og stefnt sé að því að klára málið á tveimur vikum. Reiknað er með að vitnaleiðslum verði lokið 13. mars. Vitni í málinu eru yfir fimmtíu talsins og er nú unnið að því að boða þau fyrir dóminn.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis er með þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar til meðferðar. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar og segist hún ekkert geta sagt um hvenær málið verður afgreitt úr henni. „Við erum enn að skoða málið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka