Bensínlítrinn kosti 200 kr.

Þörf er á nýrri verðhækkun vegna hækkunar á alþjóða olíumarkaði.
Þörf er á nýrri verðhækkun vegna hækkunar á alþjóða olíumarkaði. mbl.is/Golli

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur til að tímabundið verði dregið úr álögum á bensín og eldsneyti svo skilyrði skapist til að lækka lítraverðið niður í u.þ.b. 200 krónur.

Tillagan er lögð fram í tveimur breytingatillögum á lögum um eldsneytisverð og á lækkunin að gilda frá 1. apríl til 31. desember. Með tillögunni fylgir greinargerð og segir þar í niðurlagi að lækkunin myndi auka ráðstöfunartekjur, örva hagvöxt og leiða til lækkunar vísitölu neysluverðs „sem aftur lækkar höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og afborganir af þeim“.

Er lækkunin jafnframt sögð mundu virka sem vítamínsprauta á ferðaþjónustuna og minnka flutningskostnað og þar með vöruverð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1,  að tonnið af bensíni hafi hækkað úr 1.000 Bandaríkjadölum í 1.100 dali síðustu viku. Fyrir vikið hafi skapast hækkunarþörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert