Íslendingar hafa í engu slegið af kröfum sínum í samningaviðræðunum við Evrópusambandið vegna aðildarumsóknarinnar sem lögð var fram sumarið 2009. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú síðdegis.
Steingrímur dró saman stöðuna með þessari glæru nú fyrir nokkrum mínútum.
„Sjávarútvegsmál/ESB-viðræður
Vinna í fullum gangi. Byggt á hugmyndum sáttanefndar um nýtingarsamningaleið. Samráð við þingmannahóp og ráðherranefnd. Upplýsingafundir með helstu hagsmunaaðilum.
Í ESB-viðræðum eru flestir erfiðustu kaflarnir eftir/framundan. Landbúnaður, heilbrigði dýra o.s.frv., sjávarútvegur (makríldeila), efnahags- og gjaldeyrismál (þrír kaflar, m.a. gjaldeyrishöft). Enginn afsláttur veittur í neinu tilviki í samningsmarkmiðum, sbr. nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar.“
„Það er til fiskur sem heitir makríll,“ sagði Steingrímur er hann velti vöngum yfir því hvers vegna rýnivinna ESB vegna sjávarútvegsmála hefði dregist í aðildarferlinu.
„Deilan mun standa opin,“ sagði hann um makríldeiluna.