„Mér finnst þetta vera allsherjar handarbakavinna og í raun algjört klúður,“ segir Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, um þá ákvörðun Alþingis að kalla stjórnlagaráð saman til fjögurra daga vinnu í næsta mánuði.
Í umfjöllun um ákvörðun Alþingis í Morgunblaðinu í dag telur hann að tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni þarfnist rækilegrar skoðunar. „Eins og málin standa í bili, að það takist að leysa þetta á einum mánuði. Ég held það myndi jaðra við almættisverk,“ segir Sigurður.