Verktakar bjóða nú íbúðakaupendum óverðtryggð lán til 20 ára til að hrista upp í húsnæðismarkaðnum. „Venjulegt fólk á sjaldan fyrir 20% af útborgun í íbúð og hefur lítinn áhuga á að taka verðtryggð lán. Því verður að bjóða upp á önnur úrræði.“ Þetta segir Jón Ágúst Garðarsson hjá Bestlu. En fyrirtækið býður upp á óverðtryggt 10% lán sem er vaxtalaust fyrstu 3 árin en ber síðan 5% vexti í 20 ár fyrir kaupendur á íbúðum sínum í Boðaþingi.