Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og eiginmaður hennar, Bjarni Bjarnason, eignuðust tvíbura í gærkvöldi. Börnin eru drengir en þeir voru teknir með keisaraskurði. Móður og börnum heilsast vel.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is hafa drengirnir fengið nöfnin Kristófer Áki og Pétur Logi. Kristófer Áki fæddist 45 cm langur og 10 merkur og Pétur Logi 50 cm og 12 merkur.
Katrín fæddist 23. nóvember 1974. Hún á fyrir einn son sem fæddist 1999.