Steingrímur: „Björguðum Íslandi“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hef­ur tek­ist að bjarga Íslandi og koma í veg fyr­ir hrun sam­fé­lags­ins eft­ir efna­hags­hrunið, að mati Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra.

Stein­grím­ur var meðal fram­sögu­manna á flokks­ráðsfundi VG í Reykja­vík í gær, föstu­dag.

Sátt­ur við ár­ang­ur­inn

Þar sagði hann orðrétt und­ir lok ræðu sinn­ar sem nán­ar er vikið að hér fyr­ir neðan:

„Eft­ir þessi þrjú ár sem að við höf­um bar­ist við þetta að þá er ég bæri­lega sátt­ur við þann ár­ang­ur sem við höf­um náð. Þetta hef­ur verið erfitt. Því skal ekki leyna. En þegar maður lit­ast um og ber stöðu Íslands sam­an við út­litið eins og það var á þeim tíma  þá er ég sátt­ur. Ég tel að það hafi náðst mik­ill ár­ang­ur á Íslandi og að við séum búin að koma okk­ur út af hættu­svæðinu og að hér sé geng­inn í garð bati sem var al­deil­is ekki sjálf­gefið að næðist.

Auðvitað hefðu marg­ir viljað fá hann fyrr og að þetta ætti allt sam­an að vera miklu auðveld­ara. En mér finnst þegar við ræðum þessi mál góðir fé­lag­ar og erum oft upp­tek­in af því sem okk­ur hef­ur verið erfitt - og það er skilj­an­legt - að þá skul­um við samt ekki gleyma hinu. Til þess fór­um við í þenn­an leiðang­ur ekki síst - jú það var nú að bjarga Íslandi og sam­fé­lag­inu hér í gegn­um þetta eins og vel mögu­legt væri og það tel ég að við höf­um gert.“

Gos og hrun

Stein­grím­ur vék að þeirri at­hygli sem Ísland fékk eft­ir hrunið og gosið í Eyja­fjalla­jökli.

„Núna vek­ur það veru­lega at­hygli að allt í einu eru farn­ar að koma frétt­ir frá þessu landi sem um­heim­ur­inn man óljóst eft­ir að væri að fara á haus­inn 2008. Og það er kom­inn hag­vöxt­ur og bati og hlut­irn­ir eru að lag­ast ... Skuld­ir margra Evr­ópu­ríkja vaxa enn hratt, at­vinnu­leysi vex og það er sam­drátt­ur í hag­kerf­un­um, á sama tíma og okk­ar skulda­söfn­un hef­ur verið stöðvuð, at­vinnu­leysið fer minnk­andi og hag­kerfið er tekið að vaxa... Þannig að ég sé enga ástæðu í sjálfu sér til að væla yfir þess­um hluta máls­ins. Það sem var nú alltaf í mínu huga stærst og mik­il­væg­ast í þessu var að koma í veg fyr­ir að Ísland færi á haus­inn, það var að koma í veg fyr­ir að sam­fé­lagið hryndi hérna ein­hvern veg­inn sam­an og koma okk­ur aft­ur á lapp­irn­ar. Það er að tak­ast,“ sagði Stein­grím­ur og upp­skar lófa­tak.

Óum­deil­an­leg­ur ár­ang­ur

Stein­grím­ur sagði í sam­tali við mbl.is að ekki væri hægt að deila um ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um.

„Ég held að menn geti ekki neitað því að það hafi náðst veru­leg­ur ár­ang­ur. Við erum loks­ins að upp­skera af öllu erfiðinu og það er að náðst ár­ang­ur. Kenni­töl­urn­ar hér eru flest­ar að þró­ast til betri veg­ar, á sama tíma og því miður þær eru að þró­ast í öf­uga átt í mörg­um öðrum ríkj­um sem eru að glíma við erfiðleika. Ég brá hér upp sam­an­b­urði við önn­ur lönd og ef við tök­um hag­vaxt­arþró­un­ina eru horf­ur okk­ar ein­hverj­ar þær væn­leg­ustu í Evr­ópu. Það eru kannski tvö Evr­ópu­ríki sem bú­ast við svipuðum eða sama hag­vexti og við.

At­vinnu­leysi fer hér minnk­andi. Það er því miður vax­andi í mörg­um Evr­ópu­ríkj­um. Skuld­ir margra ríkja eru enn að aukast býsna um­tals­vert. En við telj­um okk­ur hafa náð að stöðva skulda­söfn­un­ina. Ég tel að það sé nokkuð ljóst að skuld­irn­ar hafi náð há­marki eða séu að ná há­marki. Þær ættu síðan að geta farið minnk­andi sem hlut­fall af vax­andi lands­fram­leiðslu. Ég er ekki að tala um að við greiðum skuld­astabb­ann mikið niður í bili en í stækk­andi hag­kerfi og sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu mun hlut­fallið taka að lækka.“

Eitt og hálft ár liðið frá því botn­in­um var náð

- Hvenær var botn­in­um náð?

„Hon­um var í raun­inni náð á síðari hluta árs­ins 2010. Þá komst hag­kerfið í jafn­vægi og sam­drætt­in­um lauk að mínu mati á síðustu þrem til fimm mánuðum árs­ins 2010. Þetta sner­ist við. Fór kannski ekki hratt af stað [...] ef við tök­um meðaltal árs­ins 2010 [...] för­um við úr 4% sam­drætti á því ári í 3,5% til 4% hag­vöxt á ár­inu 2011. Það er mjög um­tals­verð sveifla,“ seg­ir Stein­grím­ur sem kveðst bjart­sýnn á að hag­vöxt­ur muni reyn­ast meiri á ár­inu 2011 en talið hef­ur verið. 

„Það er þó með þeim fyr­ir­vara að við eig­um eft­ir að sjá bet­ur hvernig síðustu mánuðir árs­ins þróuðust. Ég geri mér fylli­lega von­ir um 2,5% hag­vöxt á þessu ári. Ég held að ef Guð lof­ar horf­um við fram á metár í sjáv­ar­út­veg­in­um,“ sagði Stein­grím­ur og tók fram að óviss­an varðaði markaðina og hvort verð fyr­ir ís­lensk­ar út­flutn­ingsaf­urðir myndi halda.

End­ur­mennt­un­in hjálp­ar

- Þú minnt­ist á átak stjórn­valda í end­ur­mennt­un til handa at­vinnu­laus­um. Hvaða áhrif mun átakið hafa fyr­ir stöðuna á vinnu­markaði?

„Það mun án nokk­urs vafa hjálpa. Maður fær þær upp­lýs­ing­ar úr stuðnings­kerf­inu við at­vinnu­leit­end­ur að það hjálp­ar þeim að fara á nám­skeið, nota tím­ann í mennt­un eða end­ur­hæf­ingu. Það greiðir götu þeirra til vinnu. Hlut­fall þeirra, sem hafa verið í slík­um úrræðum, sem fær svo vinnu að þeim lokn­um er býsna hátt. Þannig að það sýn­ir sig. Vand­inn núna er sá að at­vinnu­leysi mun ekki minnka al­veg í takt við hag­vöxt­inn vegna þess að það má bú­ast við vissri tíma­töf í því.

Það er fyrst og fremst vegna slak­ans sem kom með sam­drætt­in­um og hrun­inu. Þá brugðust marg­ir við með því að minnka yf­ir­vinnu eða minnkuðu starfs­hlut­föll og þegar þetta fer að rétta úr sér byrja menn kannski að fylla í þau skörð. Þeir sem voru komn­ir í hlutastarf fara í fullt starf og það byrj­ar kannski að bæt­ast við ein­hver yf­ir­vinna [...] áður en menn fara svo að nýráða fleiri [...] At­vinnu­ástandið batn­ar ekki strax út af þess­ari tíma­töf.“

At­vinnu­leysið fari und­ir 6%-markið í sum­ar

- Hvernig sérðu fyr­ir þér þró­un­ina á vinnu­markaði síðar á ár­inu, til dæm­is um há­bjargræðis­tím­ann?

„Ég vona að við fáum mynd­ar­lega minnk­un at­vinnu­leys­is með vor­mánuðum og að þró­un­in haldi áfram og nýj­um ráðning­um og störf­um fari að fjölga hlut­falls­lega meira [...] Ég væri al­veg til í að sjá at­vinnu­leysið fara niður fyr­ir 6% yfir há­bjargræðis­tím­ann. En þró­un­in er þrjú ár í röð held­ur í rétta átt,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert