Flokksráð VG samþykkir að VG beri að fylgja fast eftir samþykktri stefnu flokksins í fiskveiðistjórnunarmálum og breyta kvótakerfinu á þann hátt að núverandi kvótaréttindi verði aflögð samhliða því sem ný stefna verði innleidd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi flokksráðsins í dag.
„Jafna skal rétt fólks til að stunda útgerð, tryggja hag sjávarbyggða og skila sanngjörnu afgjaldi af nýtingu auðlindarinnar í sameiginlega sjóði þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni.
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn 24.-25. febrúar ályktar að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til, að því er segir í ályktun um byggðakvóta.