Ljósin í hjartanu sem lýsir upp Vaðlaheiðina á móts við Akureyri slokknuðu um tíma í kvöld en ekki er vitað hvað olli því, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is var orðrómur um að einhver karlmaður í ástarsorg hefði ráðist til atlögu við hjartað til þess að sýna sinni heittelskuðu fram á ástarsorg sína en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru engar sjáanlegar skemmdir á hjartanu og það logar glatt eftir að hafa myrkvast um tíma.