Íslenskur þorskur á lönguföstu

Íslenski þorskurinn kemur víða við.
Íslenski þorskurinn kemur víða við. Rax / Ragnar Axelsson

Fyrsti föstudagur í lönguföstu var í gær og hjá Our Lady of the Assumption-kirkjusöfnuðinum í Beloit í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var deginum fagnað með íslenskum þorski.

Langafasta hefst  á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag og stendur fram á föstudaginn langa. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Kaþólikkar neyta ekki kjöts á föstudögum meðan á lönguföstu stendur og á vef Beloit Daily News kemur fram að kirkjusöfnuðurinn hefði haldið mikla þorskveislu.

Lillian Brown safnaðarmeðlimur sem hefur tekið þátt í því að matreiða fiskinn undanfarin ár sagði í samtali við vefinn: „Þetta er svo bragðgóður fiskur og á góðu verði.“

Um 160 kíló af íslenskum þorski voru matreidd fyrir um 400 meðlimi safnaðarins.

Lesa má meira um þorskveisluna miklu í Wisconsin hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert