Frumvarpið kostar 13 milljarða

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að ef frum­varp þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins um að lækka álög­ur á eldsneytis­verð verði að lög­um kosti það rík­is­sjóð 13 millj­arða króna. Þetta kem­ur fram á bloggi Marðar á Eyj­unni.

„At­hygl­is­vert frum­varp hjá Tryggva Þór Her­berts­syni um verð á bens­íni og olíu. Frá­bært ef það væri hægt að hafa Tryggva Þór bara á vakt­inni að fylgj­ast með verðsveifl­um á mörkuðunum og segja fyr­ir um hækk­un og lækk­un á allskyns vöru sem al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki á Íslandi þurfa að kaupa. Þegar hann sér fyr­ir tíma­bundna hækk­un læt­ur hann okk­ur vita og við lækk­um á vör­unni allskyns skatta og gjöld, en hækk­um aft­ur á móti þegar Tryggvi Þór tel­ur að alþjóðamarkaðir séu að lækka verð að ósekju.

Til­lag­an um eldsneyt­is­lækk­un 1. apríl fram að ára­mót­um frá þeim Tryggva Þór, Árna Johnsen og fleiri sjálf­stæðismönn­um á alþingi hef­ur að vísu ákveðna galla. Í fyrsta lagi kost­ar það rík­is­sjóð tals­vert fé sem ekki er til, um það bil 13 millj­arða er mér sagt, vægi­lega áætlað. Þessi upp­hæð mundi þá bæt­ast við hall­ann á rík­is­sjóði, minnka bol­magn til að greiða niður skuld­ir (hrunið, muniði!) og þess vegna auka vaxta­reikn­ing­inn á okk­ur sjálf og börn­in okk­ar næstu ár og ára­tugi, = hærri skatt­ar.

Svo er líka ákveðinn galli að ekki er hægt að treysta því al­veg 100 pró­sent að bens­ín og dísi­lol­ía lækki aft­ur 1. janú­ar 2103. Tryggvi Þór seg­ir okk­ur að vísu að verðhækk­un­in und­an­farið sé bara tíma­bund­in. Hún stafi ann­ars veg­ar af óróa í Ar­ab­íu og hins­veg­ar af óvenju­leg­um vetr­arkuld­um á meg­in­landi Evr­ópu. Og auðvitað er langlík­leg­ast að þetta verði allt búið um næstu ára­mót,“ skrif­ar Mörður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert