Ísing á vegum með kvöldinu

Með kvöldinu hefur víða myndast ísing á vegum.
Með kvöldinu hefur víða myndast ísing á vegum. Mbl.is/Brynjar Gauti

Samhliða því að veður lægði og létti til með kvöldinu hefur víða myndast ísing á vegum á Vesturlandi, Vestfjörðum og vestan til á Norðurlandi, að sögn Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja um vegi á Hellisheiði og Mosfellsheiði.  Þá er spáð er snjómuggu eða krapa suðvestan- og vestanlands seint í nótt og í fyrramálið.

Það eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og víða á Snæfellsnesi en annars eru vegir á Vesturlandi að mestu auðir.

Á Vestfjörðum er hálka á nokkrum fjallvegum en  hálkublettir á láglendi.

Á Norðurlandi vestra er mikið autt, þó sumstaðar hálkublettir og raunar víða krapi á útvegum. Norðaustanlands eru hálkublettir víðast hvar og einnig nokkuð víða á Austurlandi en þó er autt að mestu með ströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert