Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á fundi á Bessastöðum, þar sem hann veitir viðtöku rúmlega 30 þúsund undirskriftum þar sem skorað er á hann að gefa áfram kost á sér í embætti, að hann ætlaði að hugsa málið.
Ólafur sagðist ekki hafa átt von á að efnt yrði til fundar sem þessa, eftir að hann flutti nýársávarp sitt.
Hann sagðist ætla að íhuga þessa áskorun og ræða ákvörðun sína á fundi með blaðamönnum, sem hefst upp úr klukkan fimm, þegar kaffisamsæti með aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar verður lokið.