„Þetta eru ekki slíkir tímar“

„Nýársávarpið var algjörlega skýrt. Þeir sem bjuggu til óvissuna voru fjölmiðlarnir í landinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag eftir að hann hafði tekið við um 31 þúsund undirskriftum þar sem skorað er á hann að gefa áfram kost á sér í embætti.

Ólafur sagði að hann hefði ekki farið að þakka þjóðinni fyrir það traust sem hún hefði sýnt honum ef það hefði ekki verið fullur þungi á bak við þau orð. Hann sagði að heitasta ósk hans hefði verið að ástandið í þjóðfélaginu væri með þeim hætti að litlu skipti hver sæti í forsetastólnum.

„En það eru því miður örlög mín og þjóðarinnar að þetta eru ekki slíkir tímar,“ sagði Ólafur ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert