Forsetinn: Fræðimenn vandi sig

Bessastaðir og Hallgrímskirkja
Bessastaðir og Hallgrímskirkja Ómar Óskarsson

Forsetinn biður fræðimenn og álitsgjafa að „fara í aðeins meiri vinnu“ áður en þeir tjái sig um hvernig forsetaembættið hafi breyst. Þetta vill hann gera sem gamall prófessor í stjórnmálafræði. Þá segir hann kynslóð ungra fjölmiðlamanna ekki hafa þá yfirsýn sem eldri menn hafi á athafnir fyrri forseta.

Forsetinn var spurður hvort ekki væri rétt að hleypa yngra fólki að embættinu og kvaðst hann þá mundu fagna því ef fram kæmu frambærilegir ungir frambjóðendur sem byðu fram krafta sína til embættis forseta Íslands.

Hann væri nýkominn til landsins og teldi nú að hann yrði að bregðast við ákalli aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og íhuga hvort hann ætti að endurskoða þá ákvörðun að láta gott heita sem forseti. „Ég tel að atburðarásin sé þannig að ég verði að gera það... Ég er sammála því að tíminn skipti máli,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert