Forsetinn: Fráleit kenning um refskák

Ólafur Ragnar Grímsson tekur við áskorun um að bjóða sig …
Ólafur Ragnar Grímsson tekur við áskorun um að bjóða sig fram aftur til embættis forseta Íslands 27. febrúar 2012. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er stundum dálítið flatterandi þegar menn telja að ég hafi hæfileika til þessa að hanna svona flóknar atburðarásir með þessum hætti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og greip til enska orðsins „flattering“ er hann rökstuddi hvernig það væri „sérkennilegur þankagangur“ að halda því fram að hann hefði hannað flókna atburðarás með margra mánaða fyrirvara til að standa í þeim sporum sem hann stæði nú.

Átti forsetinn þá við þau spor að hafa verið afhentar á fjórða tug þúsunda undirskrifta um að gefa kost á sér áfram og þurfa að bregðast við þeim.

Forsetinn var spurður um stjórnlagaráðið og sagði hann þá ekki venju sína að tjá sig um einstök mál. Hins vegar stefndi í að ekki yrði búið að eyða óvissu um hugmyndir um hvaða stefnu embættið ætti að taka þegar kosið yrði um forseta í sumar. „Því miður virðist stefna í það að það verði ekki uppgert í næstu forsetakosningum,“ sagði Ólafur Ragnar og lýsti yfir vonbrigðum sínum með þessa óvissu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert