Ögmundur skorar á Össur

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra treyst­ir á stuðning Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að styðja þá til­lögu að kosið skuli um aðild að ESB inn­an árs eða í síðasta lagi sam­hliða næstu alþing­is­kosn­ing­um vorið 2013. Hann sak­ar ESB um að bera fé á Íslend­inga til að tryggja stuðning.

Ögmund­ur tel­ur það raun­hæft mark­mið að ljúka aðild­ar­viðræðum inn­an þessa tíma og vís­ar í því efni til reynslu Norðmanna.

„Ég held að það sé mjög raun­hæft að ætla að all­ir geti sam­ein­ast um þessa til­lögu því ég geng út frá því að öll vilj­um við virða lýðræðið og gæta hags­muna Íslands sem best. Norðmenn sóttu um aðild að ESB á sín­um tíma, gengu frá samn­ingi sem þjóðin síðan felldi.

Marg­ir telja að að þetta hafi skaðað norska hags­muni í sam­skipt­um við ESB. Heppi­legra hefði verið að kjósa um efn­is­leg­ar niður­stöður áður en samn­ing­ur var frá­geng­inn. Af þessu eig­um við að læra, ekki síst þegar í ofanálag verið er að þröngva okk­ur til að gang­ast und­ir skuld­bind­ing­ar um aðlög­un sem óþarfar væru nema við ákvæðum að samþykkja aðild. Hér er því um það að ræða að standa við álykt­un okk­ar á Alþingi, frá vor­inu 2009, um að fá efn­is­leg­ar niður­stöður og kjósa á grund­velli þeirra.“

Myndi draga úr vær­ing­um í þjóðfé­lag­inu 

Ögmund­ur tel­ur að all­ir ættu að geta unað við þessa niður­stöðu.

„Ég tel að þetta sé lausn sem all­ir ættu að geta unað við en með því að hraða viðræðum og fast­setja að málið fari fyr­ir þjóðina eigi síðar en í næstu alþing­is­kosn­ing­um yrði dregið úr þeim miklu vær­ing­um og deil­um sem aðild­ar­um­sókn­in hef­ur valdið. Þetta mál er að verða þjóðinni til stórskaða. Það er sundr­andi, í það fara gríðarleg­ir fjár­mun­ir og tími. Á kom­andi mánuðum þarf að fá fram efn­is­lega niður­stöðu í þeim mál­um sem heit­ast á okk­ur brenna og að síðan verði efnt til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hana. Mér þykir þetta svo borðleggj­andi og vildi sjá rök þeirra sem þessu eru and­víg­ir.

Ég veit hins veg­ar að þetta er mála­miðlun á milli tveggja póla. Þetta er milli­leið á milli þeirra sem vilja að Alþingi samþykki að slíta viðræðunum þegar í stað – þenn­an rétt áskildu menn sér við at­kvæðagreiðsluna vorið 2009 – og hinna sem vilja klára end­an­leg­an samn­ing jafn­vel þótt það kæmi til með að drag­ast ein­hver ár eft­ir því hvernig lægi á mönn­um í Reykja­vík og Brus­sel. Um þess­ar tvær leiðir verður aldrei breið sátt. Ég tel að leiða eigi viðræðurn­ar til efn­is­legr­ar niður­stöðu eft­ir því sem kost­ur er inn­an þess tím­aramma sem við ákveðum. Síðan kjós­um við.“

Ísland myndi glata sjálf­stæði sínu

- Þú minnt­ist á Olof Palme í ræðu þinni á flokks­ráðsþingi VG á föstu­dag­inn var og hvernig Sví­ar hefðu glatað for­ræði yfir eig­in ut­an­rík­is­stefnu. Hvaða áhrif hefði inn­ganga í ESB á ut­an­rík­is­stefnu Íslands?

„Ef við göng­um inn í ESB erum við þar með að leggja okk­ar ut­an­rík­is­stefnu und­ir hatt sam­bands­ins. Þá fylgj­um við sömu stefnu og ESB ger­ir í ut­an­rík­is­mál­um. Við höf­um sér­stöðu og í viðræðunum kveðumst við vissu­lega vilja halda sér­stöðu varðandi Ísland sem herlaust land. Þetta yrði ef­laust viður­kennt en við verðum að horf­ast í augu við að ef við gengj­um í sam­bandið yrðum við und­ir strau­járni ESB í ut­an­rík­is­stefn­unni, á sama hátt og Sví­ar sem áður skáru sig úr í sam­fé­lagi þjóðanna.

Það er löngu liðin tíð. Nú sitja Sví­ar í sam­ræm­ing­ar­her­bergj­un­um og rödd þeirra verður ekki greind frá öðrum í ESB-kórn­um. Í þessu sam­bandi nefni ég að það eru ekki ein­stök aðild­ar­ríki ESB sem semja við Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina eins og við ger­um held­ur gera þau það sem eitt sam­band og hef­ur oft verið talað um lýðræðis­halla í því sam­bandi. Þannig að við mynd­um glata for­ræði yfir sjálf­stæðri ut­an­rík­is­stefnu á mörg­um sviðum.“

Íslend­ing­um sett­ar sí­fellt þrengri skorður

Ögmund­ur held­ur áfram:

„Ég tel að fyrst og fremst vær­um við að af­sala okk­ur lýðræðis­legu valdi. Við erum að finna það og höf­um verið að finna það í gegn­um EES-samn­ing­inn að valdi okk­ar til að skipu­leggja eigið sam­fé­lag eru sett­ar sí­fellt þrengri skorður.

Ef við för­um í ESB verður þessi stakk­ur enn þrengi því hann tek­ur til fleiri sviða. ESB geng­ur út á sam­hæf­ingu og sam­ræm­ingu og með inn­göngu í ESB erum við að af­sala okk­ur mik­il­væg­um yf­ir­ráðum yfir eig­in sam­fé­lagi svo ekki sé minnst á auðlind­irn­ar og hvernig við ráðstöf­um þeim.

Ég finn fyr­ir gríðarleg­um meðbyr með þess­ari umræðu. Meira að segja mjög ákaf­ir aðild­arsinn­ar segj­ast vera til­bún­ir að skoða þessa leið ef hún gæti orðið til þess að setja niður deil­ur í land­inu og verja bet­ur ís­lenska hags­muni.“

Treyst­ir á stuðning Öss­ur­ar

- Hvað um Sam­fylk­ing­una og ekki síst Össur Skarp­héðins­son? Hvernig held­urðu að sam­starfs­flokk­ur­inn bregðist við til­lög­unni?

„Ég veit að ut­an­rík­is­ráðherr­ann er lýðræðissinni í orði og vill einnig vera það í gjörðum sín­um. Til­lag­an er lýðræðis­leg og gæti ég best trúað að hann tæki henni vel, enda er með þessu staðið við fyrri skul­bind­ing­ar en með það í huga að tryggja ís­lenska hags­muni í sam­ræmi við þjóðar­vilja.

Þar er ég að horfa á yf­ir­lýs­ing­ar og áhersl­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar ESB sem og ráðherr­aráðs sam­bands­ins varðandi Ísland og viðræðurn­ar við okk­ur. Þar er verið að leggja að okk­ur að opna á fjár­fest­ing­ar í orku­geir­an­um, kvartað er yfir því að við hleyp­um ekki er­lendu fjár­magni að sjáv­ar­út­veg­in­um sem nú sé verndaður gegn er­lendri fjár­fest­ingu.“

ESB ber fé á Íslend­inga

Ögmund­ur seg­ir Evr­ópu­sam­bandið vilja opna fyr­ir aðgang er­lendra aðila að ís­lensk­um auðlind­um.

„Þannig að sam­bandið vill að við opn­um þessa geira, orku­geir­ann sem nú er í þjóðar­eign og sjáv­ar­út­veg­inn þar sem við höf­um reynt að halda eign­ar­hald­inu í okk­ar sam­fé­lagi. Þá lít ég svo á að kröf­ur ESB um að við leggj­um fram skuld­bind­ing­ar eða þing­mál um aðlög­un að reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins gangi of langt, séu frek­ar og ágeng­ar, ekki síst þegar hliðsjón er höfð af því að pen­inga­búnt­um er sí­fell veifað til að smyrja vilja okk­ar til verka. Þetta er eyðileggj­andi fyr­ir sam­fé­lagið.

Við skul­um standa við okk­ar ákv­arðanir og skuld­bind­ing­ar en hugsa nálg­un og tíma­setn­ing­ar upp á nýtt. Nú þarf að taka af skarið,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert