Óskar eftir gögnum frá lögreglustjóra

Álfheiður Ingadóttir alþingismaður VG.
Álfheiður Ingadóttir alþingismaður VG.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, alþing­ismaður VG, hef­ur skrifað lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu bréf og óskað eft­ir gögn­um um rann­sókn á ásök­un­um um að þing­menn hafi stýrt mót­mæl­end­um á Aust­ur­velli fyr­ir þrem­ur árum.

Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn vinn­ur að skýrslu um mót­mæl­in fyr­ir utan þing­húsið. Í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að hann stefni að því að skila henni til lög­reglu­stjóra í vor. Geir Jón sagði í sam­tali við fjöl­miðla um helg­ina að hann hefði fengið það staðfest að þing­menn í þing­hús­inu hefðu haft áhrif á staðsetn­ingu mót­mæl­enda og harðan fram­gang.

Álf­heiður sagði í sam­tali við RÚV í morg­un að þetta væru frá­leit­ar ásak­an­ir. Í orðum hans fel­ist al­var­leg­ar aðdrótt­an­ir sem hún muni skoða sér­stak­lega. 

„Ég hef þegar skrifað lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu bréf og óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um þessa rann­sókn sem yf­ir­lög­regluþjónn­inn skýrði frá og jafn­framt óskað eft­ir öll­um gögn­um og upp­lýs­ing­um sem kynnu um mig að vera í slíkri rann­sókn.“

Ekki náðist í Álf­heiði í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert