Samningaviðræður um Icesave en ekki ESB?

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr að því á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna ekki megi setja tímamörk á viðræður um inngöngu í Evrópusambandið fyrst ríkisstjórnin gat sett tímamörk á samningaviðræður á sínum tíma um Icesave-deiluna.

„Ríkisstjórnin sagði á sínum tíma að það yrði að semja um Icesave innan ákveðinna tímamarka,“ segir Ásmundur og bætir síðan við: „Af hverju nákvæmlega er ekki hægt að semja um ESB á X mánuðum? Getur verið að ástæðan sé sú að ríkisstjórnin er í aðlögunarferli en ekki samningum?“

Facebook-síða Ásmundar Einars Daðason

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert