Villikettir VG komnir á kreik

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson Ómar Óskarsson

„Fyrst Ögmund­ur reis­ir þessa kröfu nú af svo mikl­um krafti þá hefði hann bet­ur beitt sér inn­an villikatta­vængs­ins í VG ásamt vini sín­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu til að flýta viðræðunum þannig að það væri hægt að ljúka þeim fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins. Það hefði verið lan­gæski­leg­ast,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra um þá til­lögu inn­an­rík­is­ráðherra að kosið skuli um aðild að ESB inn­an árs eða sam­hliða næstu alþing­is­kosn­ing­um. 

„Það er hins veg­ar staðreynd sem all­ir þekkja að sá væng­ur móaðist gegn því af öllu afli að erfiðir kafl­ar væru opnaðir til samn­inga, til dæm­is land­búnaðarkafl­inn. Það and­óf bein­lín­is vann gegn því að hægt væri að ljúka mál­inu fyr­ir þing­kosn­ing­ar. Sjálf­ur sagði ég á síðasta ári að dvín­andi lík­ur væru á að það tæk­ist, meðal ann­ars vegna skorts á sam­ræmdu göngulagi. Mér finnst held­ur seint í rass­inn gripið hjá fé­laga Ögmundi að sjá það loks­ins núna.

Mér skild­ist líka á ræðu hans á flokks­ráðsfundi VG að hann vildi rumpa mál­inu af í hvelli, og koma heim með hvaða samn­ing sem er. Satt að segja er það ekki í þágu hags­muna Íslend­inga þegar einn öfl­ug­asti ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar send­ir ESB þau boð að rík­is­stjórn Íslands sé til í að setja nafnið sitt und­ir nán­ast hvað sem er og henda því í þjóðar­at­kvæði. Það er ekki lík­legt til góðs samn­ings.“

Falið að ná sem best­um samn­ingi

Össur rifjar upp mark­mið sitt sem for­ystumaður í aðild­ar­viðræðunum. 

„Mér var falið af Alþingi að koma heim með besta hugs­an­lega samn­ing, og það ætla ég að gera. Jafn­vel menn eins og Ögmund­ur verða að gera ráð fyr­ir þeim mögu­leika að samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu – og þá þarf hann vita­skuld að vera sem allra best­ur. Þyki Ögmundi seint ganga þekk­ir hann manna best ástæðuna fyr­ir því,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert