Vísa málinu til nýs eiganda Perlunnar

Orkuveita Reykjavíkur er ekki tilbúin til að endurskoða áform um selja Perluna og taka þátt í að koma þar fyrir Náttúrugripasafni. Fyrirtækið bendir hins vegar á að nýir eigendur Perlunnar kynnu að hafa áhuga á þessari hugmynd.

Fimm félög náttúrufræðinga, náttúruverndarsinna og kennara sendu fyrir skömmu stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi þar sem fyrirtækið var hvatt til þess að skoða þá hugmynd að koma Náttúruminjasafni fyrir í Perlunni.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, hefur fengið svar við þessu erindi frá Haraldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur. Í því segir meðal annars: „Eins og kunnugt er þá hefur á vettvangi stjórnar OR verið mörkuð sú stefna að selja Perluna, líkt og margar aðrar eignir fyrirtækisins sem ekki tengjast kjarnastarfsemi þess. Í þessu gæti verið fólgið tækifæri til að koma ykkar ágætu hugmynd í framkvæmd ef nýir eigendur sjá sér leik á borði og leggja húsið undir starfsemi Náttúruminjasafnsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert