67% myndu hafna ESB-aðild

Reuters

Sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem Capacent Gallup vann fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins eru 56,2% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins veg­ar ekki af­stöðu í könn­un­inni.

Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða at­kvæði ef þjóðar­at­kvæði færi fram um inn­göngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.

Sam­kvæmt niður­stöðu skoðana­könn­un­ar­inn­ar hef­ur andstaða við inn­göngu í ESB auk­ist um­tals­vert frá hliðstæðri könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins í fe­brú­ar 2011.

Að síðustu var spurt að því hvort stjórn­völd ættu að draga um­sókn­ina um inn­göngu í ESB til baka og sögðust 43,6% hlynnt því en 42,6% and­víg. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Sam­tök iðnaðar­ins kanna af­stöðu til þeirr­ar spurn­ing­ar.

Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 12. til 20. janú­ar sl., úr­takið var 1350 manns og svar­hlut­fallið 64,2% en greint var frá niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar á heimasíðu Sam­taka iðnaðar­ins 22. fe­brú­ar síðastliðinn.

Heimasíða Sam­taka iðnaðar­ins

Niður­stöður skoðana­könn­un­ar­inn­ar (pdf)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert