Ríkisjörðum verði komið í notkun

Búnaðarþing stendur nú yfir í Bændahöllinni.
Búnaðarþing stendur nú yfir í Bændahöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga hefur verið lögð fram á búnaðarþingi um að ríkisjörðum þar sem ekki er stundaður búrekstur verði komið í notkun.

Í tillögunni segir að þó nokkuð sé um að ríkisjarðir séu annað hvort ekki í útleigu, eða að jarðirnar séu byggðar án skilyrða um búrekstur.

„Mikil eftirspurn hefur verið eftir jarðnæði til búskapar á undanförnum árum en vegna ónógs framboðs af ódýru lánsfjármagni samfara háu jarðaverði hefur fólk sem hyggst fara í búskap ekki séð sér fært að fjárfesta í landi til búrekstrar. Með betri nýtingu ríkisjarða til búrekstrar er mögulegt að mæta sjónarmiðum þessa hóps, efla búskap í hinum dreifðari byggðum og einnig myndi ríkisvaldið sýna ábyrgð gagnvart nýliðun í landbúnaði og sjónarmiðum fæðuöryggis,“ segir í tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert