Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir meiðyrði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Krefur Ragnar Þór um hálfa milljón króna í miskabætur.
Tilefnið er, að sögn Fréttablaðsins, ummæli sem Þór lét falla í samtali við DV þess efnis að Ragnar hefði þegið greiðslur frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Þór segist hafa leiðrétt ummælin eftir samtal við Ragnar en allt hafi komið fyrir ekki.