Þór Saari: „Við unnum Jón“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við unnum Jón og þið sjálfstæðismenn verðið bara að sætta ykkur við það. Lifi búsáhaldabyltingin!“ sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í athugasemd á Facebook-síðu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag.

Tilefnið var stöðufærsla Jóns þar sem hann fjallaði um viðskipti sín við Álfheiði Ingadóttur, þingmann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag og mbl.is fjallaði um.

„Álfheiður Ingadóttir fór mikinn í frammíköllum í umræðum á Alþingi í dag. Ég ræddi þar framkomu ákveðinna þingmanna hér á Alþingi þegar mótmælin við Austurvöll stóðu sem hæst og hvernig viðbrögð m.a. Álfheiðar og Steingríms J. hafa verið gagnvart ummælum Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Álfheiður kallaði fram að ég segði ósatt og var nokkuð vanstillt. Ég segi bara „sannleikanum verður hver sárreiðastur“,“ sagði Jón í stöðufærslunni á Facebook-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka