Vilja flytja úrgang til Íslands

mbl.is/Frikki

Bandarískt sorpeyðingarfyrirtæki hefur gert tilboð í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum, og stefnir að því að flytja úrgang frá Bandaríkjunum til eyðingar á Íslandi. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að fyrirtækið verði að standast allar umhverfiskröfur til að gengið verði að tilboðinu. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV en fjallað var um málið á forsíðu Fréttablaðsins í morgun.

 Tilboðið hljóðar upp á 10 milljónir dollara, sem nemur um 1.250 þúsund íslenskum krónum. Kalka er í eigu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, sem er aftur í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að sveitarfélögin væru að skoða tilboðið. Hann sagði þó ljóst að ekki yrði gengið að tilboðinu nema bandaríska fyrirtækið stæðist allar umhverfiskröfur, og væri reiðubúið að semja um að lækka kostnað við sorpeyðingu á Suðurnesjum næstu 15 til 20 ár.

Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku, segir að fyrirtækið sé mjög skuldsett og reksturinn erfiður. Bandaríska fyrirtækið sjái sér hag í því að flytja úrgang yfir Atlantshafið. Dýrt sé að eyða úrgangi í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert