Vilja leyfa refaveiðar

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er 1. flutningsmaður tillögu sem felur það í sér að breyta framtíðarskipan refaveiða. Meðflutningsmenn eru auk Ásmundar fjórir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

Tillagan felur í sér að umhverfisráðherra verði falið að leggja fram lagafrumvarp sem feli eftirfarandi í sér: 

  • að refaveiðar verði ekki bannaðar á ákveðnum landsvæðum,
  • að teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa,
  • að rannsóknir verði á hendi vísindamanna en veiðistjórnun, þ.e. skipulagning, stjórnun og leiðbeiningarþjónusta við veiðimenn, á hendi reyndra veiðimanna,
  • að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna,
  • að greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verði þær sömu um land allt.

 „Stærð stofnsins hefur vaxið mjög mikið á undanförnum árum og áhrifin koma meðal annars fram í fækkun fugla, vaxandi vanda vegna dýrbíta og fleira. Það var mjög óskynsamleg ákvörðun að hætta stuðningi við refaveiðar líkt og ríkisstjórnin stuðlaði að í lok árs 2010. Markmiðið með tillögunni er að breyta framtíðarskipan refaveiða með það að markmiði að halda stofnstærð innan eðlilegra marka,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert