Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er 1. flutningsmaður tillögu sem felur það í sér að breyta framtíðarskipan refaveiða. Meðflutningsmenn eru auk Ásmundar fjórir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
Tillagan felur í sér að umhverfisráðherra verði falið að leggja fram lagafrumvarp sem feli eftirfarandi í sér:
„Stærð stofnsins hefur vaxið mjög mikið á undanförnum árum og áhrifin koma meðal annars fram í fækkun fugla, vaxandi vanda vegna dýrbíta og fleira. Það var mjög óskynsamleg ákvörðun að hætta stuðningi við refaveiðar líkt og ríkisstjórnin stuðlaði að í lok árs 2010. Markmiðið með tillögunni er að breyta framtíðarskipan refaveiða með það að markmiði að halda stofnstærð innan eðlilegra marka,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu.