Bankar og lífeyrissjóðir höfðu um áramót fært niður skuldir heimilanna fyrir 196.429 milljónir króna samkvæmt skuldaúrræðum og endurútreikningum gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjálfstæðisflokki.
Alls hafa 11.737 heimili fengið samþykkta 110% leiðina og 824 hafa fengið sértæka skuldaaðlögun samþykkta.