200 störf við að mála

Stærsta flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið í notkun …
Stærsta flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið í notkun frá því Varnarliðið fór. mbl.is/RAX

Til verða 120 til 200 störf við flug­véla­mál­un á Kefla­vík­ur­flug­velli, ef ný­sköp­un­ar­verk­efni sem unnið er að verður að veru­leika. Með áætluðum af­leidd­um störf­um myndi þessi vinnustaður skapa mörg hundruð störf á vinnu­markaði Suður­nesja.

Verk­efnið er enn á und­ir­bún­ings­stigi. Unnið er að viðskipta­áætl­un og fjár­mögn­un.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að frum­kvöðull fyr­ir­tæk­is­ins, Hjalti Kjart­ans­son bíla­mál­ari, hafi lengi gengið með þá hug­mynd í mag­an­um að koma upp máln­ing­ar­verk­stæði fyr­ir flug­vél­ar hér á landi. „Flug­heim­ur­inn stækk­ar ört og stöðugt eiga sér stað breyt­ing­ar. Ég tel að mik­il tæki­færi fel­ist í þess­ari starf­semi,“ seg­ir Hjalti.

Hug­mynd­in er að koma verk­stæðinu upp í flug­skýli 885 á Kefla­vík­ur­flug­velli, „stóra flug­skýl­inu“ sem svo er nefnt, en það er í eigu rík­is­ins og hef­ur staðið ónotað frá því Varn­ar­liðið fór. Ekki hef­ur verið gengið frá samn­ing­um um notk­un á hús­næðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert