Brosti og hvatti fólk áfram

Tveir lög­reglu­menn sem störfuðu við Aust­ur­völl í mót­mæl­un­um í janú­ar 2009 segj­ast hafa séð Álf­heiði Inga­dótt­ur, þing­mann Vinstri grænna, brosa og veifa til mót­mæl­end­anna og hafi það verið þeirra upp­lif­un að hún hafi verið að hvetja þá til dáða.

„Ég stóð á milli nýja húss­ins og gamla Alþing­is­húss­ins, Aust­ur­vall­ar­meg­in,“ seg­ir ann­ar lög­reglumaður­inn. „Svo sé ég að fólk er farið að æpa og góla og veifa hönd­um og það horf­ir upp. Ég sný mér þá við og sé Álf­heiði Inga­dótt­ur standa á brúnni milli bygg­ing­anna og hún veif­ar hönd­um eins og hún sé að hvetja fólk til dáða,“ seg­ir hann. „Ég var hneykslaður á þessu því það var búið að ræða við þing­menn­ina um að þeir létu ekki sjá sig þarna en það voru sum­ir sem sinntu því ekki, sér­stak­lega hún.“

Fólkið espaðist skyndi­lega

Hann seg­ist ekki hafa orðið var við að aðrir þing­menn væru að hvetja mót­mæl­end­ur enda sneri hann baki í þing­húsið. Eina ástæðan fyr­ir því að hann hafi séð Álf­heiði var sú að hon­um fannst fólkið skyndi­leg­ast esp­ast upp og því hafi hann litið við.

Hinn lög­reglumaður­inn var staðsett­ur á bak við þing­húsið, á stétt­inni í bak­g­arði viðbygg­ing­ar­inn­ar, þar sem þeim mót­mæl­end­um var haldið sem létu hvað ófriðleg­ast, að mati lög­regl­unn­ar. „Þarna sá maður upp á gler­brúna á milli bygg­ing­anna og þing­menn­irn­ir gengu fram og til baka, hver á fæt­ur öðrum. Sum­ir dokuðu við en aðrir héldu ótrauðir áfram. Álf­heiður og Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son, efna­hags­ráðherra og formaður VG, innsk. blm.] stoppuðu þarna, Stein­grím­ur gerði ekk­ert annað en að brosa út en Álf­heiður stoppaði. Maður tók eft­ir því og varð hverft við,“ seg­ir hann. „Maður upp­lifði það, hvort sem það hafi verið henn­ar hugs­un, að hún væri að hvetja fólk því hún stend­ur þarna, bros­ir og lyft­ir síðan upp hönd­um, sem mætti kalla hvatn­ing­ar­hreyf­ing­ar,“ bæt­ir hann við.

Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn sagði í viðtali við mbl.is um helg­ina að þing­menn hefðu haft áhrif á mót­mæl­in við Aust­ur­völl í janú­ar 2009, í búsáhalda­bylt­ing­unni svo­kölluðu. Nefndi hann eng­in nöfn. Þing­menn hafi orðið vitni að þessu, auk þess sem það hafi verið upp­lif­un lög­reglu­manna. Geir Jón vinn­ur að skýrslu um aðgerðir lög­regl­unn­ar í tengsl­um við mót­mæl­in eft­ir hrun og ráðger­ir að skila henni til lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu í vor.

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi í gær að á meðan mót­mæl­in stóðu sem hæst hefði ónefnd­ur þingmaður gert at­huga­semd­ir við störf lög­reglu. Jón hefði spurt hvort hon­um væri sama þótt mót­mæl­end­ur kæmu inn í þing­húsið, brytu allt og brömluðu. Á þingmaður­inn að hafa svarað: „Er það ekki í lagi, eru þetta ekki dauðir hlut­ir?“ Jón viður­kenndi í sam­tali við mbl.is að hann hefði átt við Álf­heiði Inga­dótt­ur. Á meðan hann var í pontu kallaði hún til hans að hætta þess­um lyg­um. Komið hef­ur fram að nafn Álf­heiðar komi hvergi fram í mála­skrá lög­reglu í tengsl­um við skýrsl­una sem Geir Jón er að taka sam­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka