Skildu eftir slátur og kjötsúpu

Brotist var inn í geymslur fjölbýlishúsa við Eyrarveg á Selfossi í dag og ýmsum munum stolið þaðan, þar á meðal ýmsu matarkyns.

Skartgripum, skóm, útivistarfatnaði, sjónvörpum, tölvum og fleiru og fleiru var stolið úr geymslunum, en samkvæmt frétt á vefsíðu Fréttablaðs Suðurlands, DFS voru  hurðalæsingarnar skrúfaðar af hurðum og farið inn í geymslurnar.

Til dæmis var öllu stolið úr frystikistu eins íbúans, t.d. miklu af kjöti, fiski og humar en þjófarnir skildu þó eftir þrjá sláturkeppi og frosna kjötsúpu.

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.

Frétt DFS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert