Stálu bensíni af bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um að ungir menn í Breiðholti væru að stela bensíni af bifreiðum. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið.

Ökumaður var stöðvaður á Miklubraut í nótt grunaður um ölvun við akstur. Hann var ekki með ökuréttindi. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku.

Þá var í nótt tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Guðríðarstíg.  Rúða var brotin til að komast inn. Ekki er vitað hverju var stolið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert