Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, segir að utanríkisráðuneytið hafi í hans tíð enga aðkomu haft að máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem hefur verið í fréttum vegna bréfaskrifta hans til ungrar systurdóttur konu hans.
Fram hefur komið að um ár tók að fá svör frá ráðuneytinu varðandi refsilöggjöf í Washington D.C og Venesúsela. Gunnar var þá ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu og segir ekkert viðkomandi málinu hafa komið inn á sitt borð.
Hann segist, eftir að hafa spurst fyrir, hafa fengið upplýsingar um að borist hafi almennt orðuð fyrirspurn um réttarfar í öðrum löndum en án þess að þar hafi verið vísað til einstaklinga.