Dæmdur í ársfangelsi fyrir umboðssvik

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt fyrr­ver­andi garðyrkju­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur í 12 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir umboðssvik.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari gaf út ákæru á hend­ur mann­in­um fyr­ir að hafa á tíma­bil­inu 2003-2008 gefið út reikn­inga fyr­ir hönd Orku­veit­unn­ar og látið fyr­ir­tækið greiða laun tveggja starfs­manna Garðyrkju­fé­lags Reykja­vík­ur. Ann­ar fékk sam­tals um 11 millj­ón­ir í laun en hinn 14 millj­ón­ir. Maður­inn var fram til 2007 formaður fé­lags­ins sam­hliða störf­um fyr­ir Orku­veit­una.

Garðyrkju­stjór­inn hélt því fram að greiðslunn­ar hefðu verið styrk­ir Orku­veit­unn­ar til Garðyrkju­fé­lags­ins, en fyr­ir­tækið hefði um langt skeið átt í nánu sam­starfi við fé­lagið og styrkt það með ýms­um hætti.

Starfs­menn Garðyrkju­fé­lags­ins sögðu fyr­ir dómi að það hefði verið al­menn vitn­eskja hjá fé­lag­inu að Orku­veit­an greiddi laun fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. Garðyrkju­stjór­inn fyrr­ver­andi hélt því einnig fram að vitn­eskja hefði verið um þetta hjá Orku­veit­unni. Þegar nýr formaður var kos­inn hjá Garðyrkju­fé­lag­inu árið 2007 ræddi hann við garðyrkju­stjór­ann um að hon­um þætti þetta fyr­ir­komu­lag „óþægi­legt“ og spurði hvort hægt væri að koma þess­um mál­um fyr­ir með öðrum hætti.

Í niður­stöðu héraðsdóms seg­ir að fyr­ir liggi að garðyrkju­stjór­inn lét fram­kvæmda­stjóra Garðyrkju­fé­lags­ins út­búa reikn­ing­ana og sagði fyr­ir um hvernig þeir ættu að hljóða. Þá kom hann því til leiðar að Orku­veit­an greiddi reikn­ing­ana. Dóm­ar­inn hafn­ar rök­um hans fyr­ir því að hann hafi haft heim­ild til að gera þetta.

„Hvorki yf­ir­menn ákærða hjá fyr­ir­tæk­inu, æðstu stjórn­end­ur þess né borg­ar­stjóri hafa tekið það í mál að ákærði hafi haft heim­ild til þess að styrkja Garðyrkju­fé­lagið með þess­um hætti. Ber stjórn­end­um sam­an um það að það hafi ekki verið á valdi deild­ar­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins að ákveða slíkt held­ur stjórn­ar­inn­ar. Álít­ur dóm­ur­inn að það hefði verið í hæsta máta óeðli­legt að deild­ar­stjór­ar hefðu slíka heim­ild. Með vís­an til þess­ara atriða allra ber að hafna þeirri viðbáru ákærða að hann hafi haft heim­ild til þess að veita fé­lag­inu þessa styrki. Ákærði hafði ekki fjár­reiður fyr­ir Orku­veit­una en gat stöðu sinn­ar vegna komið því til leiðar að fyr­ir­tækið greiddi um­rædda reikn­inga árin 2003 til og með 2008. Telst hann með þessu at­hæfi í heild hafa mis­notað aðstöðu sína sem deild­ar­stjóri garðyrkju­deild­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur, gerst með því sek­ur um umboðssvik og brotið gegn 249. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert