„Ég er orðinn öreigi“

Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður.
Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Þetta þýðir nátt­úru­lega bara að ég er orðinn ör­eigi, það er bara þannig. Mér skilst að þetta sé á átt­undu millj­ón sem ég eigi að borga með drátt­ar­vöxt­um og öllu,“ seg­ir Her­bert Guðmunds­son tón­list­armaður en eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag hef­ur Hæstirétt­ur staðfest dóm héraðsdóms um að hon­um og eig­in­konu hans beri að greiða 3,6 millj­ón­ir króna vegna van­gold­inna hús­sjóðsgjalda.

For­saga máls­ins er sú í stuttu máli að ákveðið var að stofna hús­fé­lag fyr­ir raðhúsa­lengju í Breiðholti og inn­heimta í kjöl­farið hús­fé­lags­gjöld en eitt hús­anna var í eigu Her­berts. Til­gang­ur­inn var einkum sá að standa straum af kostnaði við að gera við þök hús­anna en Her­bert hafði þegar látið gera við þakið á sínu húsi nokkr­um árum áður á eig­in kostnað.

„Þetta er loka­dóm­ur í Hæsta­rétti Íslands,“ seg­ir Her­bert um niður­stöðuna. „Þetta er búið, nú er ég bú­inn að tapa öllu sem ég á og er bara voðal­ega ánægður eig­in­lega, bara ham­ingju­sam­ur, glaður og frjáls. Nú get ég bara byrjað upp á nýtt, laus við þenn­an draug og þessa ósann­girni sem þarna er í gangi og var í gangi.“

Her­bert seg­ir að allt sé nú farið vegna máls­ins. Hjóna­bandið, húsið og nú eigi hann ekki neitt eft­ir. „Þannig að ég bara óska þeim alls hins besta, þessu fólki þarna í lengj­unni. Þetta er bara nýtt upp­haf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert