Fjarverandi vegna veikinda

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller. Friðrik Tryggvason

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í morgun þegar greidd voru atkvæði um tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Kristján var með fjarvistarleyfi, en hann þurfti að leita læknis.

Á Facebook-síðu sinni segist Kristján hafa farið í svæfingu og magaspeglun í morgun. „Vegna þessa var ég fjarverandi frá þingstörfum í dag. Rannsóknin var óumflýjanleg vegna þess að kvillar höfðu aukist mjög undanfarna daga,“ skrifar Kristján.

Kristján studdi tillögu Bjarna þegar atkvæði voru greidd um það í janúar á Alþingi hvort vísa skyldi tillögunni frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert