Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað.
Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins, hefur tekið við forstjórastarfinu tímabundið.
Stjórn FME boðaði starfsmenn eftirlitsins til fundar núna kl. 9 og ætlar að gefa opinbera yfirlýsingu um málið að fundi loknum, kl. 10:00.