Hefur aldrei séð gögnin

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Gunn­ar And­er­sen, fyrr­ver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hef­ur ekki séð kær­una frá stjórn FME né held­ur þau gögn sem hún er sögð byggj­ast á. Hann lýs­ir sig sak­laus­an af öll­um sak­argift­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Skúli Bjarna­son, lögmaður Gunn­ars,  hef­ur sent frá sér.

Þar kem­ur fram að Gunn­ar hafi ekki aðeins verið rek­inn lög­laust og fyr­ir­vara­laust úr einu af lyki­lembætt­um ís­lenskr­ar stjórn­sýslu á end­ur­reisn­ar- og siðbót­ar­tíma, held­ur hafi hann sam­dæg­urs verið kærður til lög­reglu.

Ein­hver hef­ur óheft­an aðgang að gögn­um Lands­bank­ans

„Máti hver fyr­ir sig á hvaða réttar­far þetta minn­ir. Hvorki Gunn­ar Þ. And­er­sen né und­ir­ritaður (Skúli Bjarna­son) hafa fengið kær­una í hend­ur eða þau gögn sem hún er sögð byggja á. Í upp­sagn­ar­bréfi sem um­bjóðanda mín­um var af­hent í morg­un er vitað til bréfs frá Lands­bank­an­um sem virðist hafa verið fengið þaðan í gær. Upp­lýs­ing­ar sem fram koma í téðu bréfi bank­ans eru sagðar á meðal nokk­urra nýrra brottrekstr­ar­ástæðna um­bjóðanda míns. Svo lít­ur út sem ein­hverj­ir hafi óheft­an aðgang að alls kyns upp­lýs­ing­um úr Lands­bank­an­um. Um­bjóðandi minn verður hins veg­ar eins og svo oft áður í þessu ótrú­lega ferli að beita ágisk­un­um. Í frétt­um hef­ur verið látið að því liggja að kæru­málið teng­ist til­tekn­um stjórn­mála­manni. Alltaf er slæmt þegar stigið er á tær, einkum þær sem tengj­ast bæði pen­inga­valdi og póli­tík. Það skyldi þó aldrei vera að í sjálfri kær­unni sé að finna lyk­il­inn að lausn gát­unn­ar um raun­veru­leg­ar ástæður taf­ar­lauss brottrekstr­ar?

Gögn frá Lands­bank­an­um um um­rædd­an stjórn­mála­mann hef­ur um­bjóðandi minn aldrei sé þrátt fyr­ir full­yrðing­ar fjöl­miðla nú í dag um hið gagn­stæða,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Skúla Bjarna­syni lög­manni Gunn­ars.

Á vef RÚV í dag var full­yrt að stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hefði ákveðið að kæra Gunn­ar And­er­sen for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar til lög­reglu fyr­ir að afla sér gagna um fjár­mál Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar þing­manns með ólög­mæt­um hætti. Starfsmaður Lands­bank­ans mun sam­kvæmt heim­ild­um RÚV hafa komið með gögn­in heim til Gunn­ars í fyrra­dag.

Málið sent til dóm­stóla

Skúli seg­ir að Gunn­ar lýsi sig eins og áður full­kom­lega sak­laus­an af öll­um sak­argift­um, jafn­vel þótt hann hafi af því bitra reynslu í sam­skipt­um við stjórn FME, en stjórn­in, að sögn Skúla, hef­ur beitt ótrú­leg­um út­úr­snún­ing­um og ít­rekað lýst því yfir op­in­ber­lega yfir að þessi staðfasta afstaða Gunn­ars til rangs sak­b­urðar sé sér­stök sönn­un um sekt hans en ekki sak­leysi.

„Um­bjóðandi minn lýs­ir sig hins veg­ar sek­an um þann barna­skap að hafa trúað því eitt augna­blik í hita leiks­ins að rétt­lætið myndi sigra og Nýja Ísland rísa. Nú veit hann bet­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Gunn­ar mun á næstu dög­um birta op­in­ber­lega sína heild­stæðu sýn á þetta dæma­lausa mál, skrif­ar Skúli. „Sam­skipt­um hans við stjórn FME er hins veg­ar form­lega lokið. Lykt­ir máls­ins munu ráðast fyr­ir dóm­stól­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert