Jóhanna styður frávísun

Össur Skarphéðinsson og Jôhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jôhanna Sigurðardóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun greiða at­kvæði með til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar um að vísa máli á hend­ur Geirs H. Haar­de frá. Ráðherr­ann upp­lýsti þetta á þingi í dag. Hún sagði niður­stöðu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar mjög vel rök­studdda.

Val­gerður Bjarna­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði eng­ar efn­is­leg­ar ástæður til að vísa mál­inu frá. Þingið ætti ekki að hafa af­skipti af mál­um sem rek­in væru fyr­ir dóm­stól­um og því ætti þingið að vísa mál­inu frá.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði rök­leysu að fara fram á frá­vís­un máls­ins á þess­um tíma­punkti. Grund­vall­ar­atriði væri að málið fengi efn­is­lega meðferð.

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist ætla að sitja hjá við at­kvæðagreiðsluna.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, hvatti til þess að frá­vís­un­ar­tilag­an yrði felld þannig að þing­menn gætu greitt at­kvæði um til­lögu Bjarna. Hann sagði ljóst að ein­hverj­ir þing­menn hefðu skipt um skoðun á mál­inu, í hvora átt­ina sem væri. Þeir yrðu að fá að segja sitt álit, og því væri ekki um að annað að ræða en að fella frá­vís­un­ar­kröf­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka