Liggja á bæn um lækkun

Það kostar sitt að rúlla hringinn um landið.
Það kostar sitt að rúlla hringinn um landið. mbl.is

Vaxandi áhyggjur eru innan ferðaþjónustunnar af hækkandi eldsneytisverði og áhrifum þess á ferðavenjur fólks. Aukinn þrýstur er á stjórnvöld að lækka álögur en hið opinbera tekur um helming til sín af hverjum bensínlítra.

Samtök ferðaþjónustunnar benda á að eingöngu olíukostnaður hópferðabifreiða hafi aukist milli ára um 300 milljónir króna, eða um 25%, og nemi nú um þremur milljörðum króna. Þar af fær ríkið um 1,5 milljarða króna.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eftir því sem lengra er farið frá suðvesturhorninu aukast áhyggjurnar innan ferðaþjónustunnar. Austfirðingar liggja á bæn þessa dagana um lækkandi eldsneytisverð og gott veður í sumar.

Svanhildur Hlöðversdóttir, stöðvarstjóri N1 í Staðarskála, segir umferð innlendra ferðamanna hafa snarlega minnkað, enda sé orðið ódýrara að fara í viku á sólarströnd en að ferðast innanlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert