Málið komið til ríkissaksóknara

Egill Einarsson.
Egill Einarsson. mbl.is/Ernir

Nauðgunarkæra á hendur Agli Einarssyni er komin til ríkissaksóknara. Embættið tekur endanlega ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Agli og unnustu hans en að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur saksóknara, sem er með málið til meðferðar, er ómögulegt að segja til um hvenær málið verður afgreitt.

„Málið kom í gær,“ staðfestir Hulda og segir það munu hafa sinn gang eins og öll önnur mál hjá embættinu. „Við erum með okkar verklagsreglur í nauðgunarmálum þar sem við reynum að afgreiða mál innan mánaðar en við höfum ekki getað fylgt þeirri reglu um langa hríð. Málafjöldinn hér er slíkur að það er ekki hægt að gefa nein svör við því hvenær málið verður afgreitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert