„Margir þingmenn ollu vonbrigðum“

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Heiðar Kristjánsson

„Ég er náttúrlega óendanlega óánægð með þessa niðurstöðu og mér finnst þetta lýsa hugleysi,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, eftir að ljóst var að Alþingi vísaði tillögu formanns Sjálfstæðisflokks um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde frá. Hún segir marga þingmenn hafa valdið sér vonbrigðum.

Ragnheiður Elín segir að Alþingi hafi með þessari niðurstöðu misst af tækifæri til að breyta rétt. „Ég hefði viljað fá efnislega afstöðu manna til þess hvort þeir telji sakborninginn sekan eða saklausan. Það var margt sem kom á óvart í þessu, en ég var kannski búin að ætla sumu fólki of mikið.“

Spurð hvort einstakir þingmenn, og hvernig þeir greiddu atkvæði, hafi valdið henni vonbrigðum segir Ragnheiður Elín svo vera. „Margir einstakir þingmenn ollu mér vonbrigðum í dag, en ég ætla ekki að fara telja þá upp. Ég er mjög hissa og varð fyrir miklum vonbrigðum með marga þingmenn.“ Hún segir einnig að komið hafi sér á óvart að þingmen væru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, en það voru þeir Björgvin G. Sigurðsson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert