Stefnt á að opna alla kafla á árinu

Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála, á fundinum á Akureyri.
Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála, á fundinum á Akureyri. mbl.is/Skapti

Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála á stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins í Brussel, segir ómögulegt að spá um það hvenær hægt verði að ljúka aðildarviðræðum Íslands og ESB.

Hann sagði á fundi á Akureyri í gær stefnt að því að opna alla kafla í samningsviðræðunum á þessu ári.

Einn fundarmanna spurði hvers vegna ekki væri drifið í því að ræða fyrst um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, sem allir vissu að yrðu erfiðustu þættirnir. Sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, sem einnig var á fundinum, sagði nauðsynlega heimavinnu nú standa yfir beggja vegna borðsins og ekki væri vitað hvenær henni lyki. Hann benti á að sjávarútvegsstefna ESB væri í endurskoðun og því væri ekki vitað hvernig hún yrði á næstum árum. „Það verður auðveldara að ræða málin þegar við vitum hvernig umhverfið í sjávarútvegi [í ESB] verður í framtíðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert