Tillögu Bjarna vísað frá

Tillögu Bjarna Benediktssonar var vísað frá í dag
Tillögu Bjarna Benediktssonar var vísað frá í dag mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti þingmanna samþykkti í dag að vísa tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde frá. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frávísun en 27 vildu greiða atkvæði um tillögu Bjarna.

Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði, Árni Páll Árnason, og tveir voru fjarverandi, Björgvin G. Sigurðsson og Kristján L. Möller. Allir eru þeir þingmenn Samfylkingarinnar.

Þeir sögðu já, og vildu vísa tillögu Bjarna frá:

Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Magnús M. Norðdahl, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Lúðvik Geirsson, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Bachmann, Álfheiður Ingadóttir.

Þeir sögðu nei, og vildu greiða atkvæði um tillögu Bjarna:

Atli Gíslason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármansson, Birgir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur Blöndal, Ragnheiður Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónassson og Össur Skarphéðinsson.

Atkvæðagreiðsla á Alþingi
Atkvæðagreiðsla á Alþingi mbl.is/Árni Sæberg
Niðurstöður um frávísunartillögu á þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um …
Niðurstöður um frávísunartillögu á þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla Landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, 1. mars 2012. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert