Upptökin nær höfuðborgarsvæðinu

Upptök jarðskjálftanna voru suðaustan við Helgafell.
Upptök jarðskjálftanna voru suðaustan við Helgafell.

Jarðskjálft­arn­ir sem urðu í nótt áttu upp­tök aðeins utan við fleka­skil­in sem liggja um Kleif­ar­vatn og til aust­urs. Upp­tök­in eru því nær höfuðborg­ar­svæðinu. Þar er bergið lítið sprungið og þess vegna fund­ust skjálft­arn­ir bet­ur en oft áður. Þetta seg­ir Páll Ein­ars­son jarðskjálfta­fræðing­ur.

„Þess­ir skjálft­ar eru aðeins utan við venju­legu fleka­skil­in. Upp­tök­in eru nær höfuðborg­ar­svæðinu held­ur en vant er. Bylgj­urn­ar frá þeim ber­ast í gegn­um minna sprungna jarðskorpu og þess vegna finn­ast þeir bet­ur. Þeir deyf­ast ekki eins mikið eins og ger­ist þegar skjálft­ar eiga upp­tök sunn­ar eins og venju­lega ger­ist,“ seg­ir Páll.

Aðal­skjálfta­svæðið er sunn­ar. Það ligg­ur um Kleif­ar­vatn og til aust­urs yfir Löngu­hlíðina og yfir í Heiðina há. Al­geng­ast er að skjálft­ar verði á þessu svæði. Páll seg­ir að þar komið stærri skjálft­ar en komu í nótt. Það gerðist t.d. 1929 og 1968. Skjálft­arn­ir í nótt eru á sprungu sem kennd er við Krísu­vík. Sprung­an ligg­ur upp frá Kleif­ar­vatni, um Sveiflu­háls, upp í gegn­um Kaldár­sel og að Rauðavatni.

Páll seg­ir ekk­ert benda til kviku­hreyf­inga í tengsl­um við þessa skjálfta. Eng­inn kvikuórói hafi komið fram á mæl­um. „Þetta eru skjálft­ar sem stafa af spennu­los­un í jarðskorp­unni og mis­geng­is­hreyf­ing­um.“

Páll seg­ir enga leið að segja fyr­ir um hvort von sé að fleiri skjálft­um nærri höfuðborg­ar­svæðinu á næstu dög­um.

Páll seg­ir ósenni­legt að skjálft­arn­ir í nótt teng­ist niður­dæl­ingu Orku­veitu Reykja­vík­ur. Niður­dæl­ing­in hafi valdið jarðskjálft­um við Hús­múla og þar hafa orðið smá­skjálft­ar síðustu daga.

Freysteinn Sigmundsson og Páll Einarsson skoða skjálftamæla. Myndin er úr …
Frey­steinn Sig­munds­son og Páll Ein­ars­son skoða skjálfta­mæla. Mynd­in er úr mynda­safni. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert